Námstefna í Byrjendalæsi

Námstefnan verður haldin föstudaginn 9. september 2022 í Háskólanum á Akureyri.

Laugardaginn 10. september verður læsisráðstefnan Læsi fyrir lífið, skilningur, tjáning og miðlun haldin. Við hvetjum allt læsisáhugafólk til að fjölmenna á þessa tvo viðburði. 

 

Aðalfyrirlesarar námstefnunnar eru:
Ross Young starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi og námsgagnahöfundur
Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, sérkennari í Síðuskóla

Erindi Ross Young kallast Writing for pleasure en í því fjallar Ross Young um eigin rannsóknir á viðfangsefninu og deilir með okkur einföldum en áhrifaríkum leiðum til að vinna með ritun á skapandi og skemmtilegan hátt í skólastofunni. Ross Young heldur úti vefsíðunni https://writing4pleasure.com.

Erindi Sigrúnar Helgu Snæbjörnsdóttur fjallar um Byrjendalæsi og börn með fjölbreyttan tungumálabakgrunn. Byrjendalæsi byggir á fjórum grunnþáttum: lestri, hlustun, ritun og tali. Þessir þættir eru einnig afar mikilvægir í kennslu barna af erlendu bergi, og byggir ÍSAT kennsla að miklu leyti á þeim. Byrjendalæsi hentar þessum hópi nemenda því afar vel, í erindinu verður farið yfir hvaða áherslur og aðferðir gefa besta raun.  

Námstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á læsi barna á yngsta stigi grunnskólans. Horft er til þess að viðfangsefni námstefnunnar hafi hagnýtt gildi fyrir kennara. Auk aðalfyrirlestra verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi.

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra af okkar allra bestu Byrjendalæsiskennurum og -leiðtogum í mál- og vinnustofur en þar verður m.a. fjallað um Byrjendalæsi og lýðræði, kennsluáætlanir og Mentor, smáforrit og stöðvavinnu í Byrjendalæsi, samvinnu bekkjarkennara og skólasafns, samstarf umsjónarkennara og sérkennara og markvissa kennslu í fræðitextum svo eitthvað sé nefnt. 

Það er enn pláss fyrir fleiri vinnustofur og málstofuerindi.

Við hvetjum Byrjendalæsiskennara og aðra sem hafa áhuga á að taka þátt í námstefnunni með því að kynna eða halda vinnustofu til að hafa samband við okkur. 

Skráning á námsstefnu í Byrjendalæsi

Skráning á ráðstefnuna Læsi fyrir lífið - skilningur, tjáning og miðlun

Skráninga á námsstefnu og ráðstefnu

Nánari upplýsingar veita Anna Sigrún Rafnsdóttir, netfang: annasigrun@unak.is og Íris Hrönn Kristinsdóttir, netfang: iris@unak.is