Rafræn námstefna í Byrjendalæsi

Rafræn námstefna um Byrjendalæsi

Föstudaginn 11. september næstkomandi heldur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri rafræna námstefnu um Byrjendalæsi. Námstefnuna sækja Byrjendalæsiskennarar af öllu landinu en allt áhugafólk um læsi er að sjálfsögðu velkomið. Námstefnan í ár verður þátttakendum að kostnaðarlausu.

Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum.

Námstefnan hefst klukkan 13:00 föstudaginn 11. september og stendur til klukkan 16:00.
 

Dagskrá

13:00
Setning
Gunnar Gíslason, forstöðumaður MSHA

13:05
Read the World. Rethinking literacy for empathy and action in a digital age
Kristin Ziemke, kennari og sérfræðingur í læsi og upplýsingatækni

14:00
Samþætting læsis og náttúruvísinda á yngsta stigi
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við HA

14:30
Orðræða um Byrjendalæsi: menntapólitísk átök
Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA

15:00
Spjaldtölvur í ritun - starfendarannsókn
Dr. Rannveig Oddsdóttir, lektor við HA og Anna Sigrún Rafnsdóttir, kennari og sérfræðingur við MSHA

15:30
„Mamma, ég er bókþrota!“
Ráð og hugmyndir um bókaormaeldi - yndislestur
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við HA

16:00
Ráðstefnuslit
Anna Sigrún Rafnsdóttir, kennari og sérfræðingur við MSHA

Smelltu hér til að skoða námstefnuritið

Nánari upplýsingar veita Anna Sigrún Rafnsdóttir, netfang annasigrun@unak.is og Íris Hrönn Kristinsdóttir, netfang: iris@unak.is