MMS læsisteymi í heimsókn

Mánudaginn 23. nóvember heimsótti læsisteymi Menntamálastofnunar (MMS) miðstöð skólaþróunar HA, leik- og grunnskóla á Akureyri. Dagurinn hófst með skólaheimsóknum í Krógaból (leikskóli) og Síðuskóla (grunnskóli) þar sem kennarar og nemendur tóku vel á móti gestunum. Eftir hádegi kynntu Birna, Jenný og Ragnheiður Lilja starf, áherslur og verkefni miðstöðvar skólaþróunar og Ingibjörg Bryndís teymisstjóri læsisteymis MMS sagði frá hugmyndum um fyrirhugaða vinnu læsisteymisins.

 

"Kaffipósa" Jenný, Birna og Ingibjörg Bryndís spjalla í kaffipásu.