Nýverið skilaði MSHA skýrslu til fræðsluráðs Akureyrarbæjar með niðurstöðum úr viðtalsrannsókn sem gerð var meðal skólastjórnenda og kennara í grunnskólum Akureyrarbæjar til að fá mynd af skoðunum, viðhorfum og væntingum skólastjórnenda og kennara til þjónustu skólanna og Akureyrarbæjar við nemendur sem ekki getað stundað nám eða fengið kennslu í „venjulegum“ námsaðstæðum skólanna. Með hliðsjón af niðurstöðunum eru í skýrslunni lagðar til 10 aðgerðir sem eiga að stuðla að því að draga úr þörfinni á sérúrræðum fyrir nemendur og styrkja starfshætti stjórnenda og starfsfólks grunnskólanna í anda hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem áhersla er á að allir nemendur nái árangri.