Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir stærðfræðileiðgota

Námskeið fyrir stærðfræðileiðtoga á miðstigi og yngsta stigi námskeiðsgjöld felld niður

Næsta vetur býðst skólum að taka þátt í námskeiði um þróun stærðfræðikennslu á miðstigi og yngsta stigi grunnskólans á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða tvö námskeið um hugtakaskilning í stærðfræði, eitt fyrir yngsta stig og annað fyrir miðstig. Uppbygging námskeiðsins er þannig að skólinn sendir 1-2 leiðtoga á námskeið. Leiðtogarnir mæta í 6 skipti á námskeið, þrjá tíma í senn. Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk leiðtogans og kynnt efni til að nota í vinnu með samkennurum. Milli skipta halda leiðtogar tvo fundi og allir þátttakendur prófa afmörkuð viðfangsefni í stærðfræðikennslu sinni.

Kennsla fer fram í Reykjavík og á Akureyri í stað- og fjarnámi
Grunnskólar á Norðurlandi frá Hvammstanga að Vopnafirði skrá sig hjá Miðstöð skólaþróunar HA á slóðinni: https://bit.ly/leidtoganam
Aðrir grunnskólar skrá sig hjá Menntavísindasviði HÍ á slóðinni https://bit.ly/3djsSha

Umsóknarfrestur er til 23. júní 2020 

Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Pálsdóttir (gudbj@hi.is) og Jónína Vala Kristinsdóttir (joninav@hi.is), Sólveig Zophoníasdóttir (sz@unak.is) og Þóra Rósa Geirsdóttir (thgeirs@unak.is)