Skráning fyrir þá
sem ætla að sækja málþingið á Akureyri
Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband
Íslands efna til málþings um nýtt námsmat, sem grundvallast á hæfni nemenda og er kynnt í nýjum aðalnámskrám
leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fjallað verður um námsmat í skólastarfi í víðum skilningi og tækifæri munu
gefast til að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga.
Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í Háskólanum
á Akureyri föstudaginn 30. ágúst, frá kl. 14.00-17.00.
Inngangserindi og kynningar verða sendar út samtímis á vef í gegnum fjarfundabúnað
og verða málstofur á Akureyri skipulagðar af miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Þeir sem ekki geta nýtt sér þennan tiltekna dag hafa möguleika á að sækja efni
ráðstefnunnar á vefnum og hagnýta sér það þegar betur hentar.
Dagskrá:
Kl. 14.00-14.15 Setning: Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra
Kl. 14.15-15.30 Fræðsla og kveikjur
• Námsmat í skólum-til hvers? Erna Pálsdóttir einn af höfundum þemaheftis um námsmat.
• Lokamat í grunnskóla A, B, C og D. Björg Pétursdóttir deildarstjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneyti.
• Mat á lykilhæfni, er það bæði mögulegt og raunhæft? Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla,
erindi hans verður sent út frá Akureyri.
• Breytingastjórnun „Til að breyta kerfinu þurfum við sjálf að breytast” Helgi Þór Ingason, dósent
við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
15.30-17.00 Kaffi og málstofur
Takið daginn frá og fjölmennið í Háskólann á Akureyri þann 30. ágúst kl 14-17.
Nánari upplýsingar gefur Jenný Gunnbjörnsdóttir sími 460 8565