Föstudaginn 9. mars var haldið málþing í tengslum við útkomu bókarinnar Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð. Á þinginu fjölluðu höfundar bókarinnar um niðurstöður umgangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi, um nám og kennslu undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að innleiðingu aðferðarinnar. Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda. Málþingsstjórar voru Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla og Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla. Um 80 manns sóttu þingið og á meðal gesta var Rósa Eggertsdóttir höfundur Byrjendalæsis. Að sögn gesta tókst þingið vel í alla staði.
Upptaka af málþinginu