Krakkaspjall – starfstengt námskeið fyrir kennara
Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið var þróað á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við nemendahópa og kennara. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40 mínútna langur. Á fundunum hittist krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.
Um námskeiðið
- Námskeiðið hefst með námskeiðsdegi kl. 10–15.30
- Þátttakendur vinna með verkfæri Krakkaspjalls (10 umræðufundir) hver í sínum skóla
- Námskeiðið endar á ½ dags námskeiði (tímasetning sett í samráði við þátttakendur)
- Kostnaður er kr. 8000 á þátttakanda og er námskeiðið að hluta styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla
Um Krakkaspjall
Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum.
Einn samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu samræðufundir fela í sér:
- Viðfangsefni/lykilspurningu
- Spjall um viðfangsefni
- Leik og/eða verkefnavinnu
- Samantekt
Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samræðnanna og samskiptanna.
Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
Krakkaspjall í Háskólanum á Akureyri
Krakkaspjallsnámskeið verður haldið í Háskólanum á Akureyri 16. janúar 2018 kl. 10-15.30.
Skráning á Krakkaspjallsnámskeið
Allar nánari upplýsingar um Krakkaspjall gefur
Sigríður Ingadóttir (sigriduri@unak.is) sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri