Krakkaspjallsnámskeið á höfuðborgarsvæðinu

Krakkaspjall er hagnýtt samskipta- og samræðuverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið var þróað á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við nemendahópa og kennara. Verkefnið samanstendur af 10 samskipta- og samræðufundum og er hver fundur 40 -60 mínútna langur. Á fundunum hittist krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samskipta- og samræðuverkefnum, sem taka mið af því að rækta styrkleika nemenda og efla félagsfærni. 

Um námskeiðið

  • Námskeiðið hefst með námskeiðsdegi kl. 10:00–16:00
  • Þátttakendur vinna með verkfæri Krakkaspjalls (10 umræðufundir) hver í sínum skóla
  • Námskeiðið endar á ½ dags námskeiði 27. mars 2019
  • Kostnaður er kr. 47.000 á skóla (innifalið í því verði eru einn til þrír þátttakendur frá skólanum)

 

Námskeiðið verður haldið í Hamraskóla í Grafarvogi
fimmtudaginn 29. nóvember 2018 frá kl. 10.00-16.00

 - ef næg þátttaka fæst

Skráning á Krakkaspjallsnámskeið

Frestur til að skrá sig á námskeiðið er til 23. nóvember 2018
og fer skráning fram á vefsíðu Miðstöðvar skólaþróunar HA

 

Um Krakkaspjall

Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum.

Einn samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu samræðufundir fela í sér:     

  • Viðfangsefni/lykilspurningu
  • Spjall um viðfangsefni
  • Leik og/eða verkefnavinnu
  • Samantekt

Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samræðnanna og samskiptanna.

Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Allar nánari upplýsingar um Krakkaspjall gefur 
Sigríður Ingadóttir (sigriduri@unak.is) sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri