Á Skólaþráðum tímariti áhugafólks um skólaþróun er að finna grein eftir dr. Rannveigu Oddsdóttur, sérfræðing við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í greininni leitar Rannveig að svara við spurningunum hvað hraðlestrarpróf mæla í raun og hversu gott tæki eru þau til að fylgjast með framvindu læsis grunnskólabarna? Einnig fjallar Rannveig um hvað lesfimi felur í sér, hvernig lestrarhraði og lesfimi tengist lesskilningi, hvernig meta má lesfimi og hvernig mat gagnast annars vegar til að fá upplýsingar um stöðu ákveðinna hópa og hins vegar til að styðja við nám nemenda.
Grein Rannveigar er hægt að lesa á vef Skólaþráða tímariti áhugafólks um skólaþróun