Í dag 1. desember var styrkjum úr Háskólasjóði KEA úthlutað og fékk miðstöð skólaþróunar HA og kennaradeild HA styrk til áframhaldandi rannsókna og þróunar á verkefninu Hugleikur - samræður til náms. Verkefnið hefur verið í þróun frá vori 2014 og stefnt er á að ljúka þróunarstarfinu næsta sumar. Markmið verkefnisins er að efla samræður til náms og hefur þróunarhópurinn nú komið saman á 8 vinnustofum til þess að læra og æfa samræðuaðferðir. Á milli vinnustofa hafa kennarar í þróunarhópnum æft aðferðirnar með nemendum sínum. Í þróunarhópnum eru kennarar úr leik-, grunn- og framhaldsskóla og frá fjórum skólum á Akureyri. Hugleikur - samræður til náms fékk einnig styrk úr Háskólasjóði KEA á síðasta ári og varð sá styrkur til þess að hægt var að hefja þróunarvinnuna. Háskólasjóði KEA eru sendar bestu þakkir fyrir stuðninginn.