Fimmtudaginn 22. nóvember sótti starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi miðstöð skólaþróunar HA heim. Starfsfólkið
hlustaði m.a. á fyrirlestur um hvað það er sem einkennir einstaklingsmiðað skólastarf og hvað þarf til svo hægt sé að tala um
einstaklingsmiðun og tók þátt í umfjöllun um verkfæri eins og jafningjastuðning og teymisvinnu. Í lok dagsins var lögð
áhersla á að kynna og rifja upp fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir og ígrunda í tengslum við þær
aðferðir möguleika tölvustudds námsumhverfis.