Gagnvirkur lestur námskeið í Reykjavík

12. ágúst býður MSHA upp á námskeiðið í gagnvirkum lestri. Námskeiðið er hugsað fyrir kennara sem kenna á mið- og unglingastigi grunnskóla. 

Rannsóknir hafa sýnt að gagnvirkur lestur skilar góðum árangri þegar kemur að skilningi í öllum greinum. Aðferðin byggir á fimm þáttum:

Forspá
Finna merkingu erfiðra orða og orðasambanda
Draga saman aðalatriði
Búa til spurningar um efni
Tengja efni texta við eigin skilningarvit
 
Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast leiðum til að vinna með þessa þætti í gagnvirkum lestri.
 

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við námskeiði.

Fyrra námskeiðið verður haldið 12. ágúst í Hagaskóla í Reykjavík frá klukkan 9:00-12:00. 
Smelltu hér til að skrá þig.

Seinna námskeiðið verður haldið 12. ágúst í Hagaskóla í Reykjavík frá klukkan 13:00-16:00. 
Smelltu hér til að skrá þig.