Fræðslufundur fimmtudaginn 24. nóvember

Fræðslufundur haldinn að Sólborg við Norðurslóð, 24. nóvember 2011 kl. 15:20-16:20 í L-202

„Ætti maður að spyrja að því?“

Bergljót Hallgrímsdóttir, sérkennslustjóri og lekskólakennarí á leikskólanum Sunnubóli á Akureyri. Bergljót lauk meistaraprófi í menntunarfræðum með áherslu á tjórnun skólastofnana síðatliðið vor. Fræðsluerindið fjallar um umræður á samskiptasíðunni Barnaland um leikskóla. Gögn voru greind með orðræðugreiningu til þess að komast að því hvernig er talað leikskóla þar sem foreldrar hittast á samskiptasíðunni og ræða málin. Tilgangurinn var að skoða orðræðu foreldra um leikskóla: Hvernig þeir tala um leikskólann og um hvað er talað og hvað veldur því að foreldri setur inn umræðuþráð um leikskóla barnsins. 

 

 Upplifun aðstoðarleikskólastjóra af starfi sínu. Viðtalsrannsókn við sex aðstoðarleikskólastjóra

Sólveig Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Holti í Fellahverfi  Reykjavík. Erindi Sólveigar fjallar um upplifun aðstoðarleikskólastjóra af starfi sínu og stjórnunarhlutverk innan leikskólans. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast skilning á starfi aðstoðarleikskólastjóra, hvernig starfi þeirra er háttað og hversu stór hluti af starfi þeirra felst í stjórnun.