Fræðslufundir Skólaþróunarsviðs 2009-2010

Skólaþróunarsvið hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri stendur að venju fyrir fræðslufundum á skólaárinu 2009-2010. Áhersla er lögð á að kynna nýjar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála á fundunum eða farsælt þróunarstarf í skólum. Fundirnir eru klukkutíma langir, hefjast kl. 16:30 í Þingvallastræti 23 á Akureyri og eru öllum opnir. Sérstaklega eru kennarar, skólastjórar, foreldrar, háskólanemar og aðrir þeir sem áhuga hafa á skólamálum boðnir velkomnir. Form fundanna er með þeim hætti að framsögumaður talar í 40 mínútur en eftir það eru leyfðar fyrirspurnir og umræður.

Röð fundanna verður sem hér segir

Dags.:

Viðfangsefni:

Fyrirlesari:

15. október 2009

Sköpunarhæfni barna í textílmennt

Anna Birna Einarsdóttir, grunnskólakennari Húsavík.

5. nóvember 2009

 

Að nýta sköpunarkraftinn sem í okkur býr. Upplifun nemenda af veru sinni á listnámsbraut VMA

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, framhaldsskólakennari Akureyri.

26. nóvember 2009

Að vera listamaður - hverjum dettur það eiginlega í hug

Bryndís Arnardóttir, framhaldsskólakennari Akureyri.

28. janúar 2010

„... hendist milli Kópaskers og Kína" skólastjórnun í austri og vestri

 

Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Reykjavík.

18. febrúar 2010

„Það byggir nú fyrst og fremst á trausti" Hlutverk forystuhæfni í þróunarstarfi skóla"

 

Sigríður Margrét Sigurðardóttir, aðjúnkt við HA.

11. mars 2010

 

Konur, stjórnun og samskipti. Stjórnunaraðferðir kvenna í ólíkum atvinnugreinum

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Hafnarfirði.

1. apríl 2010

 

Er sérhver sinnar gæfu smiður? - Hvers vegna hætta sumir illa staddir nemendur námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri á meðan aðrir halda áfram?

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA.

29. apríl 2010

 

Framkvæmd starfsmannaviðtala í grunnskólum á Norðurlandi eystra

 

Baldur Daníelsson, skólastjóri Litlulaugaskóla.