Mikill áhugi á læsisþingi

Rúmlega 200 manns sóttu málþing um læsi í Háskólanum á Akureyri á laugardaginn 10. október. Málþinginu var einnig streymt á vef MSHA og fylgdust um 150 manns með þinginu á netinu.
Yfirskrift málþingsins var stefna - þróun - mat og efndi Háskólinn á Akureyri og Barnabókasetur Íslands til þess með það að markmiði að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um fjölbreyttar og árangursríkar aðferðir í læsiskennslu og matsaðferðir. Fjöldi erinda voru flutt á þinginu og í lokin fóru fram fjörugar umræður í pallborði. Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í þinginu. Málþingið var styrkt af Verkefnasjóði HA og fær hann bestu þakkir fyrir.

Upptaka af málþinginu er á eftirfarandi slóð:

http://upptaka.unak.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=6ffc8d47-68a0-4081-8cf3-8f35f6bc99db

Trausti Þorsteinsson tók eftirfarandi myndir á málþinginu og hafi hann bestu þakkir fyrir.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson

Rektor HA, Eyjólfur Guðmundsson

Gylfi Jón Gylfason sviðstjóri matssviðs Menntamálastofnunar (upptaka)

Amalía Björnsdóttir dósent við HÍ (upptaka)

Jón Torfi Jónasson prófsessor við HÍ (upptaka)

Brynhildur Þórarinsdóttir dósent við HA (upptaka)

Rúnar Sigþórsson prófessor við HA (upptaka)

Pallborð: Rúnar Sigþrósson prófessor, Arnór Guðmundsson Menntamálastofnun, Laufey Petrea Magnúsdóttir pallborðsstýra, Kristín Helga Gunnarsdóttir Rithöfundasambandi Íslands, Kristín Jóhannesdóttir Skólastjórafélagi Íslands og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri (upptaka).

Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður MSHA

Áhugasamir þátttakendur

Birna M. Svanbjörnsdóttir og Jón Torfi Jónasson

Ingibjörg Auðunsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir

Rósa Eggertsdóttir

Björg Sigurvinsdóttir skólastjóri Lundarseli

Rósa Eggertsdóttir og Gunnar Jónsson

 

Dagskrá málþingsins.

Málþing um læsi
Stefna – þróun – mat

Laugardaginn 10. október 2015 kl. 13–17, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, Sólborg
Málþingsstjóri: Brynhildur Pétursdóttir alþingismaður

13.00–13.15    Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson

13.15–13.30    Ávarp rektors HA,  Eyjólfur Guðmundsson

13.30–13.50    Fram og aftur Hvítbókina. Hvernig náum við markmiðum hennar?

                        Gylfi Jón Gylfason sviðstjóri matssviðs Menntamálastofnunar

13.50–14.10    Hvað segir tölfræðin okkur og hvað segir hún okkur ekki?

Amalía Björnsdóttir dósent við Háskóla Íslands

14.10–14.15    Teygjur og frískt loft

14.15-14.35    Stefna og starf byggt á rannsóknum

Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands

14.35–14.55    Bókaormar og písaeðlur – um lestraruppeldi í grunnskólum

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri          

14.55–15.15    Að halda göngunni áfram: Nútíð og framtíð rannsókna og þróunarstarfs um læsi

við Háskólann á Akureyri

Rúnar Sigþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri

15.15–15.40    KAFFIHLÉ

15.40–16.45    Pallborð og umræður. Laufey Petrea Magnúsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur

stýrir umræðum

Þátttakendur í pallborði: Kristín Jóhannesdóttir Skólastjórafélagi Íslands, Kristín Helga Gunnarsdóttir Rithöfundasambandi Íslands, Arnór Guðmundsson Menntamálastofnun, Rúnar Sigþórsson prófessor og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri

16.45–17.00    Samantekt og lokaorð, Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar