Þann 26. janúar sl. voru menntabúðir haldnar í Brekkuskóla á Akureyri. Að undirbúningi búðanna komu Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Þelamerkurskóli og Dalvíkurskóli.
Menntabúðir eru jafningjafræðsla og stuðningur þar sem komið er saman og þeir þátttakendur sem það vilja geta deilt eigin þekkingu og reynslu í óformlegu umhverfi. Menntabúðir eru frábær leið til að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun.
Hólmfríður og Sólveig frá MSHA tóku þátt í menntabúðunum og deildu þekkingu og reynslu á Osmo og smáforritum sem hægt er að nota til að styðja við námsaðlögun.