Í lok janúar heimsótti Jean McNiff Háskólann á Akureyri. Hún átti m.a. samtal við starfsfólk
miðstöðvar skólaþróunar og heilbrigðisvísindasviðs, tók þátt í og stjórnaði dagskrá
þriðja rannsóknarþings kennaradeildar og átti fund með forystufólki í leik-, grunn- og framhaldsskólum Akureyrar.
Jean McNiff er prófessor í menntarannsóknum við York St John University í Bretlandi. Hún er heimsþekkt og leiðandi fræðikona
á sviði starfendarannsókna og fer víða um heim og leggur skólafólki lið í starfendarannsóknum. Hún leggur áherslu á
að skólafólk rannsaki sjálft sína eigin starfshætti og leggi þannig sitt af mörkum til þekkingarsköpunar í þágu
skólastarfs. Hún leggur jafnfram áherslu á ígrundun eða sjálfsrýni (self-reflection), að skólafólk hugi að eigin gildum og
hvort það starfi í samræmi við þau.
Jean hefur skrifað greinar og gefið út fjölda bóka um starfendarannsóknir og var hún útnefnd höfundur febrúarmánaðar af
bókaútgáfunni Routledge sem nýlega gaf út bókina Action Research: principles and practice eftir Jean McNiff. Hægt er að fá
frekari upplýsingar um útnefninguna og Jean sjálfa á vef Routledge.
Vilji fólk kynna sér viðhorf og störf Jean McNiff þá heldur hún úti vefsíðu: http://www.jeanmcniff.com/.