
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA föstudaginn 1. desember og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Sjóðurinn styrkir fjölda áhugaverðra og mikilvægra samfélagsverkefn og að þessu hlutu 64 aðilar styrki. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hlaut styrki til fjölbreyttra skólaþróunarverkefna:
- Fjármögnun ráðstefnu um samstarf heimila og skóla sem haldin verður 14. apríl nk. í Háskólanum á Akureyri.
- Þátttaka í verkefninu "SÖGUR" sem krakkaRÚV stendur fyrir og er markmiðið að auka lestur barna, auka menningarlæsi barna og hvetja börn til sköpunar.
- Snjallvagninn, til að koma upp tækjasafni til kennslu í upplýsingatækni og forritun.
- Það er leikur að læra íslensku. Að koma til móts við foreldra af erlendum uppruna. Styrkinn hlaut Leikskólinn Iðavöllur og Miðstöð skólaþróunar við HA .

KEA eru færðar bestu þakkir fyrir góðan stuðning.