Samræðusmiðja um lesfimi
Mánudagur 8. febrúar kl. 14–16 í stofu L–203 í HA
Við minnum á samræðusmiðju um lesfimi sem haldin verður næsta mánadag. Smiðjan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Rætt verður um hvernig meta má lesfimi nemenda og nýta niðurstöður matsins til að styðja við nemendur og efla færni þeirra stig af stigi.
Smiðjan verður í umsjón kennara úr Oddeyrarskóla og Giljaskóla ásamt MSHA.
Markmiðið með smiðjunni er að skapa vettvang fyrir samræður og deila þekkingu og reynslu.
Næstu samræðusmiðjur
|
29. feb L-203
|
Strákaspjall Sagt verður frá samskipta- og samræðuverkefni fyrir mið- og unglingastig.
|
7.mars L-203
|
Læsi á miðstigi Rætt verður um fjölbreytt vinnubrögð í læsiskennslu á miðstigi og nýtt námsefni skoðað.
|
4.apríl L-203
|
Barnabækur Litið verður í nokkrar nýútgefnar barnabækur og rætt um mögulega notkun þeirra í skólastarfi. Hugmyndir að vinnu með mál og læsi í víðum skilningi auk samþættingar og námsaðlögunar í fyrirrúmi.
|
25. apríl L-203
|
Leiðsagnarmat – framhaldsskóli Rætt um fjölbreyttar leiðir í leiðsagnarmati með áherslu á unglingastig og framhaldsskólann.
|
Hlökkum til að sjá ykkur!
Miðstöð skólaþróunar HA