Dagur leikskólans!

Mánudaginn 6. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 16. sinn. Markmiðið með deginum er að beina athygli að því frábæra starfi sem fer fram í leikskólum landsins!
 
Í tilefni dagsins var haldið málþing á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Málþingið bar yfirskriftina Allir sem vilja, þeir fá að vera með!
 
Meðal erinda sem flutt voru í tilefni dagsins var erindið Fjöltyngd börn í leikskólum flutt af Dr. Rannveigu Oddsdóttur og Orðaleikur, kynning á námsefni MSHA fyrir börn af erlendum uppruna flutt af Írisi Hrönn Kristinsdóttur.

Erindin verða áfram opin hér á vef MSHA. Annars vegar er um að ræða fyrirlestur um fjöltyngd börn í leikskólum og hins vegar kynningu á Orðaleiksnámsefninu.
 
Smellið á erindin til að hlusta:

Orðaleikur - Íris Hrönn

 

Vefsíða Orðaleiks

 
Rannveig og Íris hafa verið með hálfsdags námskeið fyrir starfsfólk leikskóla þar sem þær fjalla um fjöltyngd börn í leikskólum og kynna námsefnið. 
Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers skóla en hér má sjá dæmi um dagskrá. 
Nánari upplýsingar - iris@unak.is