Skólaárið 2020-2021 höfum við ákveðið að bjóða upp á rafrænar smiðjur fyrir kennara sem ekki hafa leiðtoga í sínu nærumhverfi. Boðið verður upp á smiðjurnar á fjarfundum (5 skipti fyrir kennara á fyrsta ári og 5 skipti fyrir kennara á öðru ári), verkefnið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og verður þátttakendum að kostnaðarlausu í ár.
Allir Byrjendalæsiskennarar sem tóku þátt í BL1 og BL2 námskeiðum hjá okkur í haust sem og þeir sem lokið hafa BL1 og BL2 námskeiðum eru velkomnir á smiðjurnar. Hver smiðja stendur yfir frá klukkan 14:00-16:00.
Áður en kennarar koma á smiðjur horfa þeir á fyrirlestra á Moodle/Canvas með innleggi frá ráðgjöfum MSHA. Við mælum með því að Byrjendalæsiskennarar í sama skóla horfi saman á myndböndin, þau eru góð upprifjun fyrir eldri Byrjendalæsiskennara sem hafa lokið námi.
Smellið hér til að skrá ykkur