Byrjendalæsisnámskeið haustið 2022
25.08.2022
Á dögunum luku rúmlega 100 kennarar víðs vegar af landinu grunn- og framhaldsnámskeiðum í Byrjendalæsi. Mikill kraftur í þessum flotta hóp sem við hlökkum til að sjá áfram á smiðjum í vetur.
Á haustnámskeiðunum kynntum við þrjár nýjar áætlanir gerðar í tengslum við bækurnar Etna og Enok ferðast um Ísland, Sumardagur í Glaumbæ, Saga finnur fjársjóð og Ada og afmælisgjöfin. Áætlanirnar voru purfukeyrðar í Síðuskóla á Akureyri og á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um vinnuna. Þessar áætlanir áætlanir verða sendar Byrjendalæsisskólum á næstu dögum. Ef kennarar hafa áhuga að prufukeyra áætlanir fyrir okkur þá erum við alltaf að leita að áhugasömum samstarfsaðilum (hægt að senda póst á
annasigrun@unak.is eða
iris@unak.is).
Við verðum með auka grunn- og framhaldsnámskeið á næstu dögum, fyrir kennara sem misstu af haustnámskeiðunum.
Áhugasamir hafi samband við Önnu Sigrúnu í netfangið
annasigrun@unak.is. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi dagsetningum - grunnnámskeið 5. og 7. september, framhaldsnámskeið 6. september.