Byrjendalæsi - skólaárið 2021-2022

Næsta vetur munum við bjóða upp á rafrænar smiðjur með stuðningi frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Smiðjurnar eru tíu alls, fimm fyrir kennara á fyrsta ári og fimm fyrir kennara á öðru ári. Í þeim er m.a. fjallað um gagnvirkan lestur, fyrirmyndarkennslu, samræðu, tjáningu, hlustun, ritun, sögugerð, frásagnir, miðlun, samþættingu námsgreina, námsaðlögun, athafnamiðað nám, sjálfstæði í námi, lesfimi, áhugahvöt, yndislestur og samvinnunám. Það er upplagt fyrir aðra kennara sem kenna eftir aðferðinni að nýta smiðjurnar sem endurmenntun og tækifæri til að hitta kennara víðsvegar af landinu. 

Einnig bjóðum við upp á leiðtogafund í október sem er nýjung, á þeim fundi verðum við með innlegg auk þess sem stundin byggist á jafningjafræðslu og samræðum. 


Dagatal - smiðjur á vef og leiðtogadagar


Minnum einnig á að skráning er hafin á BL haustnámskeiðin.


Grunnnámskeið í Byrjendalæsi

Framhaldsnámskeið í Byrjendalæsi