Samskiptaverkefni

Samskipta- og samræðuverkefni MSHA


Samskipta- og samræðuverkefnin á Miðstöð skólaþróunar taka mið af því að styrkja kennara og náms- og starfsráðgjafa til þess að vinna markvisst með samskipti og samræðu með nemendum. Samskipta- og samræðuverkefnin eiga það öll sameiginlegt að vera prufukeyrð af bæði kennurum og nemendahópum áður en þau fara í almenna notkun. Með því fyrirkomulagi er tryggt að verkefnin séu aðlöguð að þörfum bæði kennara og nemenda þegar það kemur af því að nota efnið.

Samskipta- og samræðuverkefnin eru öll eins uppbyggð, þ.e. þau innihalda öll ítarleg handrit um hvernig vinna eigi samræðufundina með nemendum ásamt öðrum gögnum sem þarf til þess að vera með samskipta- og samræðunámskeið með nemendahópum.  Námskeiðunum er fylgt eftir með ráðgjafafundum með ráðgjafa frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.


Krakkaspjall

Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum. Einn samskipta- og samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu fundir fela í sér:                       

  • Viðfangsefni/lykilspurningu
  • Spjall um viðfangsefni
  • Leik og/eða verkefnavinnu
  • Samantekt

Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samskiptanna og samræðnanna. Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Nánari upplýsingar um Krakkaspjall. 


Félagaspjall (væntanlegt)

Félagaspjall er samskipta- og samræðuverkefni sem er í vinnslu. Viðfangsefnin sem Félagaspjallið byggir á kemur frá The Jubilee Center við Birmingham háskóla í Bretlandi. Félagaspjall verður uppbyggt eins og Krakka- og Unglingaspjall þar sem samræðustýra/stjóri og nemendahópur hittast á fundum þar sem spjallað verður um og unnið með fjöllbreytt viðfangsefni sem taka mið af því að styrkja samskipta- og samræðuhæfni nemenda. Félagaspjallið er fyrir 6. -7. bekk og verða það 10 samræðufundir sem taka 40-60 mínútur hver.

Stefnt er að því að Félagaspjallið verði prufukeyrt af kennurum og nemendahópum á vorönn 2021 og verði tilbúið í almenna notkun haustið 2021. 

Nánar um Félagaspjall. 


Unglingaspjall

Meginmarkmið Unglingaspjalls er að þátttakendur þjálfist í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum. Fundir Unglingaspjallsins taka á ýmsum viðfangsefnum eins og sjálfstyrkingu, tjá skoðanir sínar og virða skoðanir annarra og efla samskiptahæfni. Samræðu- og samskiptafundirnir eru helgaðir hópeflisleikjum og fjölbreyttum verkefnum. Hver fundur felur í sér:

  • Hópeflisleik
  • Viðfangsefni
  • Spjall um viðfangsefni
  • Verkefnavinnu
  • Millifundaverkefni
  • Samantekt

Unglingarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Undirstaða fundanna er sett strax á fyrsta fundi þar sem samskipta- og samræðuviðmið eru sett af hópnum. Verkefnið fellur vel bæði að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og hæfniviðmiðum samfélagsgreina sem snýr að lífleikni og siðfræði.

Nánar um Unglingaspjall.


Bekkjarfundir

Gagnlegir bekkjarfundir byggja m.a. á því að kennari geti lesið nemendahópinn og gefið sér tíma til þess að undirbúa nemendur til þess að taka þátt í bekkjarfundum. Bekkjarfundi þarf að skipuleggja og stjórna af myndugleik ef vel á að takast til.

Hvort sem um er að ræða eflingu á því sem fyrir er í skólanum eða innleiðingu á nýrri aðferð og vinnubrögðum þá er mikilvægt að kennarar fái stuðning og eftirfylgd til þess að festa bekkjarfundi í sessi, þannig að þeir verði sjálfsagður þáttur í skólastarfinu. Í kjölfar námskeiðsins geta skólar óskað eftir frekari stuðningi og eftirfylgd við kennarahópinn til þess að bæta og efla bekkjarfundamenningu skólans með markvissum hætti.

Nánar um Bekkjarfundi.


Samskipti stúlkna

Námskeiðið, Samskipti stúlkna- leið til lausna, hefur svarað eftirspurn kennara, náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa um hagnýtt og árangursríkt verkefni sem hægt er að vinna með stúlkur í 6.-9. bekk til að þess að stuðla að jákvæðum samskiptum í stúlknahópum. Markmið verkefnisins er að:

  • Að hjálpa stúlkum að bæta samskiptin sín á milli.
  • Að vinna með óæskilega hegðun og samskipti stúlkna.
  • Að efla félagslega færni stúlknanna í samskiptum innbyrðis með því að vinna með æskilega og óæskilega hegðun.
  • Að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
  • Að stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver annarri og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.

Nánar um Samskipti stúlkna.


Mannkostamenntun (væntanlegt)

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri er að vinna við að þýða og staðfæra efni frá The Jubilee Center við Birmingham háskóla í Bretlandi. The Jubilee Center hefur gefið út heildsætt efni í mannkostamenntun eða dygðasiðfræðikennslu fyrir elsta stig grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Efnið hentar einkar vel til lífsleikni- og nýnemakennslu.

Námsefnið er dygðasiðfræði eða mannkostamenntun (e. character education) og byggir á hugmyndafræði Aristótelesar um dygðir og mannkosti. Meginmarkmið með mannkostamenntun (dygðasiðfræðikennslu) er að hjálpa nemendum að átta sig á því hvernig manneskjur þeir vilja vera og að þeir geti valið réttar leiðir og viðbrögð í erfiðum aðstæðum. Leitast er eftir því að hjálpa nemendum að þróa með sér dygðir til sem leiða til betra samfélags og farsældar hvers einstaklings.

Nú er verið að vinna við þýðingu á efninu og setja það upp svo hægt sé að nýta í kennslu með nemendum á unglingstigi í grunnskóla og fyrsta árs nemum í framhaldsskóla.

Nánar um Mannskostamenntun.